Gjaldskrá
Verðskráin okkar er einföld
Söluaðilar og kaupendur greiða fyrir notkun á uppboð.com með tvennum hætti:
15% Kaupendavernd
Kaupendaverndin er uppboðsgjald sem kaupendur okkar greiða ofan á hæsta boð í hlut sem leyfir okkur að:
- Tryggja greiðslur: Við höldum þinni greiðslu hjá okkur þar til að þú hefur móttekið hlutinn sem þú keyptir og séð að hann er eins honum var lýst af söluaðila. Aðeins þegar þú hefur móttekið hlutinn og haft tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri fær söluaðili greitt.
- Auðkenning söluaðila: Við auðkennum alla söluaðila sem selja á uppbod.com.
- Gæðaeftirlit hluta: Við förum yfir allar skráningar til að tryggja að hver hlutur standist okkar kröfur.
Þetta gerum við til að tryggja að uppboð.com sé sanngjarn og ánægjulegur vettvangur fyrir alla þátttakendur.
Lækkandi Söluþóknun
Þegar hlutur selst á uppboð.com greiðir söluaðili söluþóknun sem er hlutfall af hæsta boði sem hér segir:
20% þóknun af slegnu verðbili 0 - 749.999 kr.
10% þóknun af slegnu verðbili 750.000 - 2.999.999 kr.
5% þóknun af slegnu verði 3.000.000 kr. og hærra.
ATH: Þessar prósentur eru með inniföldum lögbundnum sköttum af þjónustu okkar. td VSK þar sem við á.
Bílar og farartæki falla undir sömu verðskrá en hámark er á kostnaði:
- Kaupendavernd er 2,5% að lágmarki 37.500 kr. með VSK
- Söluþóknun er samkvæmt verðskrá en að hámarki 65.000 kr. með VSK
50% afsláttur er veittur seljendum af söluþóknun ef ekki er lágmarksverð á skráðum hlut.
Hafið samband til að fá frekari upplýsingar
Góðgerðaruppboð og verðug málefni
Við höldum með þeim sem halda uppboð til handa góðum málstað. Skilyrði fyrir góðgerðaruppboði er að greiðsla fyrir söluverðmæti hluta fari beint til félagasamtaka eða þess aðila sem er verið að safna fyrir.
Önnur verðug málefni geta verið uppboð á vegum íþróttafélaga sem renna til starfsins, félagasamtök sem standa fyrir söfnunum þar sem sjálfboðaliðar vinna að því að safna fyrir félagið.
Hafðu samband við okkur til að halda góðgerðaruppboð.