Hvernig kaupi ég?
Að kaupa og selja
Hvernig virka uppboðin
Uppboð.com býður upp hluti fyrir söluaðila.
Þú sem notandi getur boðið í hluti og selt hluti á uppboði til hæstbjóðanda hverju sinni.
Hér að neðan eru frekari upplýsingar um það hvernig uppboðin virka:
Hvert boð eða staðfest kaup eru bindandi
Þegar þú býður í hlut þá er boðið bindandi, jafnvel þótt lágmarksverði sé ekki náð eða að þú eigir ekki hæsta boð. Upp geta komið aðstæður þar sem hæsta boði er ekki tekið og þá farið í næsta gilda boð.
Þú sem notandi hefur farið í gegnum auðkenningu og skráð greiðsluupplýsingar áður en þú getur boðið í hluti á vefnum en ef við getum ekki rukkað kortið þitt munum við hafa samband til að finna út úr greiðslu, hvort sem er til að endurrukka kortið þitt, skrá nýtt eða greiða á annan hátt.
Uppboðin eru tímabundin
Uppboðin standa yfir í ákveðinn tíma en þú getur fylgst með því hversu langur tími er eftir af uppboði hvers hlutar á síðu hlutarins eða undir þínum vöktuðu hlutum.
Uppboð geta framlengst
Ef þú setur inn boð í hlut á síðustu stundu þá getur tími uppboðsins aukist. Uppboðum lýkur aldrei fyrr en minnst 90 sekúntum eftir síðasta hæsta boð. Þetta tryggir að þeir sem eru líka að bjóða í hlutinn hafa tækifæri til að bregðast við, en ef þeir gera það bætast einnig 90 sekúntur við uppboðstímann.
Hvernig lágmarksverð virka
Söluaðili getur sett lágmarksverð á hlutinn sem er boðinn upp. Lágmarksverðið er lægsta verð sem hann er tilbúinn að skuldbinda sig til að selja hlutinn á. Þegar þú býður í hlut og býður undir lágmarksverði seljanda færðu tilkynningu um það. Ef lágmarksverði hefur ekki verið náð þegar uppboði lýkur hefur söluaðili 48 klukkustundir til að ákveða hvort hann selur hæstbjóðanda hlutinn á því verði sem hefur ekki náð lágmarksverði. Ef þú færð ekki tilkynningu um að söluaðili hafi tekið þínu boði innan 48 klukkustunda þá er uppboðinu lokið og hluturinn verður mögulega boðinn upp aftur.
Í stuttu máli: Öll boð eru bindandi, þó þau nái ekki lágmarksverði og þegar þú átt hæsta boð ertu skuldbundinn af því að greiða fyrir hlutinn með öllum viðeigandi gjöldum. Uppboð geta einnig framlengst og lýkur aldrei fyrr en 90 sekúntum eftir hæsta boð að lágmarki.
Helstu reglur og skilmálar
Uppboðin okkar þurfa að vera sanngjörn og góð upplifun fyrir alla þáttakendur. Við líðum ekki svik, blekkingar eða ólöglegt athæfi og lifum eftir reglum Eistnaflugs; “ekki vera fáviti” til að tryggja skemmtilegt samfélag á Uppboð.com. Því viljum við vekja athygli á eftirfarandi reglum og skilmálum:
Efnið sem er á síðunni þarf að vera viðeigandi
Viðeigandi er loðið hugtak og því vísum við í formálann hér að ofan; “ekki vera fáviti”. Við viljum skapa gott samfélag og treystum því að okkar notendur hlaði ekki inn efni sem er birt af óvirðingu við aðra og áskiljum okkur rétt til þess að skerast í leikinn ef við teljum þörf á.
Þú þarft að vera viss um að þú hafir leyfi til að nota þjónustuna okkar
Þú berð ábyrgð þegar þú notar þjónustuna okkar og þarft þar af leiðandi að vera viss um að þú megir það samkvæmt lögum. Þegar þú býður í hluti, gerist kaupandi eða söluaðili þá er það samningur sem aðeins lögráða einstaklingar geta gert. Eins þarftu að muna að sumir hlutir á vefnum okkar krefjast þess að eigandi þeirra hafi náð ákveðnum aldri eða hafi tilskilin leyfi.
Þinn aðgangur er bundinn við þig
Við veitum þér tól til að gæta þess að aðrir komist ekki inná þinn aðgang, til dæmis með fjölþættri auðkenningu við innskráningu og auðkenningu aðila í gegnum rafræn skilríki. Þinn aðgangur er því aðeins bundinn við þann einstakling sem gerist notandi hjá okkur og við leyfum ekki flutning á milli aðila á aðganginum. Ef eitthvað undantekningar tilfelli skapast skaltu hafa samband við okkur.
Virðing við persónuupplýsingar annara
Þú sem notandi mátt ekki safna persónuupplýsingum sem þú gætir séð á vefnum okkar um aðra án þeirra samþykkis. Þar mætti til dæmis nefna tölvupóstföng, símanúmer, heimilisföng eða annað sem flokkast sem persónugreinanleg gögn.
Baktjaldamakk er bannað
Notendur og söluaðilar sem komast í samband hvor við annan gegnum kerfið okkar mega ekki vera með baktjaldamakk til þess að sleppa við þau gjöld sem við tökum fyrir að tengja söluaðila og kaupendur saman. Ef annar notandi leggur slíkt til við þig þá viljum við endilega fá að vita af því.
Greiðslur þurfa að vera löglegar
Þú sem notandi mátt ekki taka þátt í uppboðum hjá okkur ef þú ert beint eða óbeint tengdur peningaþvætti eða ert undir einhverskonar fjárhagslegum lagalegum kvöðum sem meina þér þáttöku vegna staðsetningar, þjóðernis eða annars sem gæti haft áhrif. Greiðslumiðlarar okkar gætu sent fyrirspurnir annaðhvort beint á þig eða í gegnum okkur um frekari upplýsingar um uppruna fjármagns.
Virðingu fyrir höfundarréttindum
Við leggjum mikla áherslu á virðingu við höfundarrétt (vörumerki, hugverk og önnur höfundarréttarvarin atriði) þeirra sem eiga hagsmuna að gæta af sínum sköpunarverkum. Við leyfum til dæmis ekki birtingu á eftirlíkingum vörumerkja, listamanna eða hluta sem eru eignuð vörumerkjum, höfundum, listamönnum eða öðrum. Þú sem notandi þarft að passa að þú virðir höfundarrétt allra sem er stór partur af því að búa til góða upplifun fyrir alla.
Tilkynntu ólöglegt athæfi eða efni
Ef þú verður var við ólöglegt athæfi eða hluti á vefnum okkar biðjum við þig um að láta okkur vita umsvifalaust með því að senda okkur tölvupóst á [email protected] svo við getum skoðað málið. Allar ábendingar eru vel þegnar en við fjarlægjum efni samkvæmt skilmálum okkar og ef þess er krafist af dómstólum.
Þú mátt ekki skemma þjónustuna
Þú mátt ekki framkvæma neinar aðgerðir né nota neinn hugbúnað, svo sem veirur, Trójanska hesta, orma, bots eða annan hugbúnað eða tæki sem geta hægt á, skemmt eða tekið niður þjónustuna okkar eða nokkura aðra þjónustu sem við notum til að veita þjónustuna. Þú mátt heldur ekki nota hugbúnað eða leiðir til að komast í kóðann okkar, ferla eða fara framhjá þeim heimildum sem þú hefur sem almennur notandi.