Hvernig kaupi ég?
Kaup og sala
Hvernig virka uppboðin
Uppbod.com heldur uppboð fyrir söluaðila.
Sem notandi getur þú boðið í hluti og selt hluti til hæstbjóðanda.
Hér er það helsta sem þú þarft að vita:
- Öll boð og staðfest kaup eru bindandi
Þegar þú setur inn boð, þá er það bindandi — jafnvel þó lágmarksverði sé ekki náð eða þú eigir ekki hæsta boðið í lokin. Ef hæsta boði er hafnað getur farið í næsta gildandi boð. - Auðkenning og greiðsluupplýsingar eru skilyrði
Þú þarft að auðkenna þig og skrá greiðslukort áður en þú getur boðið. Ef ekki tekst að rukka kortið þitt, höfum við samband til að finna lausn. - Uppboðin eru tímabundin
Hvert uppboð hefur ákveðinn lokatíma sem þú sérð á síðu hlutarins eða í vöktunarlistanum þínum. - Uppboðin geta framlengst
Ef þú býður í hlut á síðustu stundu lengist uppboðið um 90 sekúndur. Uppboðum lýkur aldrei fyrr en 90 sekúndum eftir síðasta boð. - Lágmarksverð
Söluaðili getur sett lágmarksverð. Ef uppboði lýkur án þess að ná því, hefur söluaðili 48 klst. til að samþykkja eða hafna hæsta boði. Ef þú færð ekki staðfestingu innan 48 klst. er uppboðinu lokið án sölu.
Í stuttu máli:
Öll boð eru bindandi, jafnvel undir lágmarksverði, og þú berð ábyrgð á að greiða hæsta boð auk gjalda. Uppboð geta framlengst og lokast aldrei fyrr en 90 sekúndum eftir síðasta boð.
Helstu reglur og skilmálar
Við viljum að uppboðin okkar séu sanngjörn og skemmtileg.
Reglurnar okkar eru einfaldar og eru í anda Eistnaflugs:
„Ekki vera fáviti.“
Hér eru aðalatriðin:
Efni á síðunni þarf að vera viðeigandi
Við höfum rétt á að fjarlægja efni sem er óviðeigandi eða brýtur gegn almennu siðferði.
Þú berð ábyrgð á notkun
Þú þarft að vera lögráða til að gera samninga. Sumir hlutir geta krafist sérstakra leyfa eða aldurs.
Þinn aðgangur er aðeins fyrir þig
Við verjum aðganginn þinn með öryggisráðstöfunum. Ekki deila aðgangi nema í samráði við okkur.
Virðing fyrir persónuupplýsingum
Þú mátt ekki safna eða nýta persónuupplýsingar annarra án þeirra samþykkis.
Baktjaldamakk er bannað
Það er bannað að gera einkasamninga til að komast framhjá þjónustugjöldum okkar. Tilkynntu slíkt tafarlaust.
Greiðslur verða að vera löglegar
Þátttaka er bönnuð ef þú ert tengdur peningaþvætti eða löglegum takmörkunum.
Virðing fyrir höfundarrétti
Ekki selja falsanir, eftirlíkingar, stolnar hannanir eða nokkuð sem brýtur á höfundarrétti eða brýtur lög. Við virðum höfundarrétt.
Tilkynntu ólöglegt efni eða athæfi
Ef þú sérð eitthvað grunsamlegt, hafðu strax samband við okkur á [email protected].
Skemmdarverk á þjónustunni eru bönnuð
Ekki nota vírusa, skaðlegan hugbúnað eða reyna að skemma þjónustuna.
Í hnotskurn:
Við treystum á að þú notir Uppbod.com með virðingu fyrir öðrum, fyrir okkur, fyrir vefnum — og fyrir sjálfum þér.