Persónuverndarstefna
Persónuverndaryfirlýsing Daggir Solutions ehf
Almennt
Þessi persónuverndaryfirlýsing útskýrir hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar þínar og hvaða réttindi þú hefur. Daggir Solutions ehf rekur Uppbod.com. Í þessari yfirlýsingu vísum við til þeirra sem „vefsíðan“ eða „við“.
Við skuldbindum okkur til að vernda persónuupplýsingar þínar og meðhöndla þær af fyllstu varfærni. Þessi stefna nær til allra persónuupplýsinga, óháð því hvort þær eru skráðar rafrænt, á pappír eða með öðrum hætti.
Stefnan er aðgengileg á Uppbod.com.
Ábyrgðaraðili
Daggir Solutions ehf, kt. 690509-0670, Turnahvarf 6, 203 Kópavogur, er ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga sem tengjast þjónustu Uppbod.com.
Hvaða upplýsingar söfnum við og hvernig?
Við söfnum persónuupplýsingum til að virkja aðgang þinn, veita þjónustu og kynna fyrir þér tilboð sem kunna að vera viðeigandi.
Við söfnum einkum:
- Tengiliðaupplýsingum: Nafn, kennitala, heimilisfang, netfang, símanúmer.
- Greiðsluupplýsingum: Debit-/kreditkortaupplýsingar í gegnum samstarfsaðila. Við geymum nauðsynleg gögn í samræmi við skatta- og bókhaldslög.
- Samskiptasögu: Upplýsingum úr samskiptum við okkur, t.d. tölvupóstum og fyrirspurnum.
- Markaðsupplýsingum: Þegar við sendum þér kynningarefni í tölvupósti eða SMS.
- Tæknilegum gögnum: IP-tölu, tegund vafra, tæknilegum auðkennum og hegðun á vefsíðunni (meðal annars í gegnum vefkökur).
Upplýsingar koma aðallega frá þér en einnig mögulega frá þriðja aðila eins og CreditInfo eða þjónustuaðilum.
Tilgangur vinnslu
Við vinnum persónuupplýsingar til að:
- Veita þjónustuna sem þú biður um.
- Svara fyrirspurnum þínum.
- Senda þér kynningar (með samþykki þínu).
- Senda sérsniðin skilaboð, t.d. á afmælisdaginn þinn.
- Efna samninga við þig.
- Uppfylla lagalegar skyldur.
- Taka ákvarðanir um viðskiptakjör.
- Gera þér kleyft að deila efni á samfélagsmiðlum.
- Samskipti varðandi viðskipti.
- Tilkynningar um mikilvægar breytingar svo sem skilmálabreytingar.
- Greina þjónustu okkar og bæta hana.
- Deila upplýsingum um vörur eða þjónustur frá okkur eða samstarfsaðilum (með þínu samþykki)
Þú getur veitt samþykki fyrir markaðssamskiptum þegar þú stofnar aðgang eða með því að senda tölvupóst á [email protected]. Þú getur afturkallað samþykki hvenær sem er.
Afturköllun samþykkis getur tekið allt að 30 daga en hefur ekki áhrif á samskipti sem þjónusta okkar krefst.
Miðlun til þriðju aðila
Við getum deilt upplýsingum með samstarfsaðilum sem vinna þjónustu fyrir okkar hönd, s.s.:
- Greiðslumiðlara
- Póst og flutningsaðila
- Þjónustuborðslausna
- Markaðsþjónustulausna
- Hýsingar og fjarskiptaaðila
Þriðju aðilar fá einungis nauðsynleg gögn og skuldbinda sig til að tryggja öryggi þeirra.
Núverandi vinnsluaðilar:
- payday.is: Útgáfa reikninga (nafn, kennitala, heimilisfang)
- Campaign Monitor: Tölvupóstsamskipti (netfang, sími, nafn)
Flutningur gagna út fyrir EES
Ef gögn eru flutt utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), tryggjum við að það fari fram í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf.
Öryggi persónuupplýsinga
Við beitum viðeigandi öryggisráðstöfunum til að koma í veg fyrir aðgengi, birtingu, breytingu eða glötun gagna. Aðgangur að upplýsingum er takmarkaður við þá sem þurfa á þeim að halda og eru bundnir trúnaði.
Athugið að þú berð ábyrgð á upplýsingum sem þú birtir opinberlega, t.d. á spjallrásum eða samfélagsmiðlum.
Þó við tryggjum öryggi okkar megin, er gagnaflutningur á netinu aldrei fullkomlega öruggur. Ef þú telur að öryggisbrestur hafi átt sér stað, vinsamlega hafðu strax samband við okkur á [email protected].
Eigi sér stað gagnaleki munum við láta yfirvöld vita eins og lög kveða á um.
Vefsíðan okkar er ætluð notendum 13 ára og eldri. Við söfnum ekki upplýsingum um börn undir 13 ára aldri.
Geymslutími
Við geymum gögn aðeins eins lengi og nauðsyn krefur miðað við tilgang söfnunar eða lagaskyldur. Í ákveðnum tilvikum geymum við gögn vegna lögmætra hagsmuna, t.d. vegna hugsanlegra ágreiningsmála.
Réttindi þín
Þú átt rétt á að:
- Sækja um aðgang að eigin gögnum.
- Krefjast leiðréttingar á röngum eða ófullnægjandi gögnum.
- Krefjast eyðingar gagna í ákveðnum tilvikum.
- Andmæla vinnslu sem byggir á lögmætum hagsmunum.
- Takmarka vinnslu undir ákveðnum skilyrðum.
- Afturkalla samþykki þegar vinnsla byggist á samþykki.
Beiðnir skal senda á [email protected]. Við svörum innan 30 daga. Í flóknari málum kunnum við að óska eftir frekari upplýsingum.
Við tökum almennt ekki gjald fyrir slíkar beiðnir, nema þær séu bersýnilega óeðlilegar eða of tíðar.
Útgáfudagur
Þessi persónuverndaryfirlýsing tók gildi 28. nóvember 2023.